Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. febrúar 2018 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodriguez fær frest til að svara ákærunni
Mynd: Getty Images
Jay Rodriguez, sóknarmaður WBA, hefur fengið frest til 9. mars til að svara ákæru enska knattspyrnusambandsins eftir samskipti hans við Gaetan Bong, vinstri bakvörð Brighton.

Bong heldur því fram að Rodriguez hafi verið með kynþáttaníð er liðin mættust í 2-0 sigri West Brom um miðjan janúar.

Rodriguez harðneitar að hafa notað óviðeigandi orðbragð og segist vera hneykslaður á lygum Bong.

Það tók enska knattspyrnusambandið mánuð að gefa út ákæru og er málið afar snúið og gæti haft í för með sér langt leikbann fyrir Rodriguez.
Athugasemdir
banner
banner
banner