Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. apríl 2018 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester City er Englandsmeistari (Staðfest)
Til hamingju Pep!
Til hamingju Pep!
Mynd: Getty Images
Manchester City er Englandsmeistari eftir að Manchester United tapaði fyrir botnliði West Brom á heimavelli í dag.

Um síðustu helgi kom Man Utd í veg fyrir það að nágrannarnir í City yrðu Englandsmeistarar með mögnuðum endurkomusigri á Eithad-vellinum. City hefði með sigri þar orðið meistari en ekkert varð úr því.

City vann Tottenham í gær og þurfti að treysta á það að West Brom myndi ná í góð úrslit gegn United. Kampavínið var væntanlega ekki komið á ís hjá City-mönnum þar sem gengi West Brom á þessu tímabili hefur verið algjörlega afleitt.

West Brom kom hins vegar á Old Trafford og spilaði frábærlega. Gestirnir voru skipulagðir og gáfu fá færi á sér. Þeir skoruðu svo eftir hornspyrnu og það nægði til sigurs.

Pep Guardiola, stjóri Man City, ákvað að fara í golf frekar en að horfa á leik Man Utd og West Brom. Hann hefur væntanlega fengið einhverjar fréttir af stöðu mála.

Þá er það þannig, Manchester City er Englandsmeistari 2018! Þetta er fimmti Englandsmeistaratitill Man City.





Athugasemdir
banner
banner