Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. október 2016 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: mbl.is 
Haraldur: Til­bú­inn að koma heim ef góður mögu­leiki býðst
Haraldur gæti komið aftur heim eftir nokkur ár í atvinnumennsku
Haraldur gæti komið aftur heim eftir nokkur ár í atvinnumennsku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson, markvörður Lilleström í Noregi, segist spenntur fyrir því að snúa aftur heim til Íslands eftir fimm ár í atvinnumennsku. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Hann segist hins vegar ekkert síður spenntur fyrir því að vera áfram hjá Lilleström, takist liðinu að halda sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni. Þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið í fallsæti, fjórum stigum frá alveg öruggu sæti, en aðeins einu stigi frá umspilssæti.

„Það er vilji hjá báðum aðilum til áfram­hald­andi sam­starfs. Við erum hins veg­ar í erfiðri stöðu og fjár­hags­staða fé­lags­ins velt­ur á því hvort liðið held­ur sér uppi. Ég er til­bú­inn að koma til Íslands ef góður mögu­leiki býðst," segir Haraldur í samtali við Morgunblaðið í dag.

Haraldur hefur meðal annars verið orðaður við Stjörnuna, en þar á bæ eru menn í markvarðarleit. Líkur eru einnig á því að hann gæti farið í uppeldisfélag sitt, Val, ef að hann ákveður að koma aftur heim úr atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner