Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. nóvember 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland prófar fimm manna vörn - „Þetta er möguleiki"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland prófaði að spila með fimm manna vörn í vináttulandsleiknum gegn Katar í Doha í gær.

Í viðtali eftir leik sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að það sé gott að hafa þetta kerfi sem möguleika.

„Við höfum séð þessi bestu lið í heimi, við sáum Brasilíu slátra Japan og við sáum Þjóðverja skora sex og fá 40 færi gegn Norðmönnum, þar sem þeir spila sig í gegnum hjarta liða," sagði Heimir í viðtali eftir leikinn í gær.

„Það er gott að hafa þennan möguleika og við erum með nógu góða marga miðverði."

„Þetta er alveg möguleiki, en það þarf auðvitað þarf að þróa þetta í rólegheitum, við getum ekki bara breytt um kerfi og hoppað í það. En þetta er möguleiki sem okkur langar til að hugsa um og sjá hvort það sé hægt að spila, sérstaklega þegar við spilum gegn bestu þjóðum í heimi," sagði Heimir.

Ísland spilaði seinni hálfleikinn í fimm manna vörn og varðist framan af vel, alveg þangað til í uppbótartíma þegar Katar jafnaði í 1-1 eftir klaufagang í vörninni hjá íslenska liðinu.
Heimir: Þarf ansi margt að breytast á sex mánuðum
Athugasemdir
banner
banner