Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. nóvember 2017 20:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Meistaradeild kvenna: Sara Björk á skotskónum en Glódís úr leik
Sara Björk skoraði í kvöld
Sara Björk skoraði í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru í eldlínunni hjá liðum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í kvöld.

Glódís lék allan leikinn með liði Rosengard en brekkan var brött fyrir Glódísi og liðsfélaga hennar gegn Chelsea í kvöld. Chelsea vann fyrri leik liðanna 3-0 á heimavelli.

Chelsea vann leikinn í kvöld, 1-0 og unnu því einvígið samanlagt 4-0. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir var í byrjunarliði Chelsea en var skipt útaf eftir rúmlega klukkutíma leik.

Sara Björk og liðsfélagar hennar í Wolfsburg voru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Fiorentina en Wolfsburg vann fyrri leikinn 4-0 á útivelli.

Sara byrjaði á bekknum í kvöld en kom inn á 70. mínútu. Mínútu síðar var hún búin að skora og koma Wolfsburg í 3-2. Fiorentina náði þó að jafna leikinn undir lokin en það skipti ekki máli. Wolfsburg verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner