Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. nóvember 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verða O'Neill og Keane áfram með Írland?
Roy Keane og Martin O'Neill.
Roy Keane og Martin O'Neill.
Mynd: Getty Images
Óvíst er hvort Martin O'Neill og Roy Keane muni halda áfram sem landsliðsþjálfarar Írlands.

Írland tapaði 5-1 gegn Danmörku í gær og verður ekki á meðal þáttökuþjóða á HM næsta sumar.

Samningur O'Neill og Keane er að renna út, en þeir höfðu gert munnlegt samkomulag við knattspyrnusamband Íra um að stýra liðinu líka í næstu undakeppni, fyrir EM 2020.

En hefur eitthvað breyst eftir leikinn í gær?

„Ég verð að hugsa málið vel og vandlega," sagði O'Neill aðspurður um það hvort tapið hefði einhver áhrif á framtíð hans í starfi landsliðsþjálfara Írlands, og hvort hann yrði áfram.

„Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði, en ég verð að hrósa leikmönnum að hafa komist svona langt."

O'Neill og Keane tóku við liðinu 2013 og komu því á EM 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner