Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. desember 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Heimir: Birkir mun örugglega ekki fitna þó hann flytji til Íslands
Icelandair
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ef leikmaðurinn er nógu góður þá skiptir engu hvort að hann sé að spila með Real Madrid, Val, KR eða hvað sem er," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag aðspurður hvort leikmenn eigi séns á að vera í hópnum fyrir HM í Rússlandi ef þeir skipta í félag í Pepsi-deildinni.

Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, er á förum frá Hammarby en hann hefur sterklega verið orðaður við sitt gamla félag Val.

„Ef við tölum bara um Birki þá hef ég engar áhyggjur af því að hann verði ekki í góðu standi. Hann mun örugglega ekki fitna þó að hann flytji til Íslands," sagði Heimir léttur.

Birkir gæti spilað áfram erlendis fram að HM áður en hann gengur í raðir Vals.

„Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast hjá honum þannig að það er kjánalegt að ræða þetta. Það mál yrði tæklað þegar að því kæmi," sagði Heimir um möguleikann á að Birkir fari í Val.

Hér að neðan má hlusta á fréttamannafundinn í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner