Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. mars 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Wilshere trúði ekki að leikurinn við Ísland yrði sá síðasti
Wilshere í baráttu við Aron Einar í leiknum fræga í Nice fyrir tveimur árum.
Wilshere í baráttu við Aron Einar í leiknum fræga í Nice fyrir tveimur árum.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, segist alltaf hafa haft trú á að hann yrði valinn í enska landsliðið á nýjan leik.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi Wilshere í hópinn í gær fyrir komandi vináttuleiki gegn Hollandi og Ítalíu.

Hinn 26 ára gamli Wilshere spilaði síðast landsleik þegar hann kom inn á í hálfleik í 2-1 tapinu gegn Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016.

„Það er alltaf heiður að spila fyrir þjóð mína. Ég hef sagt það oft áður. Ég gaf aldrei upp vonina," sagði Wilshere eftir að hann var valinn í hópinn í gær.

„Ég hafði trú á sjálfum mér og hæfileikum mínum. Þetta snerist bara um að fá að spila leiki í ensku úrvalsdeildinni eins og þjálfarinn (Southgate) sagði. Ég er búinn að því og nú þarf ég að endurgjalda honum traustið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner