Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. maí 2016 23:03
Magnús Már Einarsson
Ætlar að raka snúðinn af Bergsveini
Bergsveinn í leik á dögunum.
Bergsveinn í leik á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður FH, var á sínum stað þegar liðið lagði hans fyrrum félaga í Fjölni 2-0 í kvöld.

Hárgreiðsla Bergsveins hefur vakið athygli í sumar en hann hefur spilað með snúð í hárinu í byrjun móts.

Sitt sýnist hverjum um hárgreiðsluna en Þorgrímur Smári Ólafsson, bróðir Bergsveins og handboltamaður í Fram, ætlar að grípa til sinna ráða fyrir næsta leik.

„Hafið ekki áhyggjur FH-ingar. Verð búinn að klippa snúðinn af hjá Begga fyrir næsta leik," sagði Þorgrímur á Twitter í kvöld.

Svo er að sjá hvort Bergsveinn verði mættur með nýja greiðslu þegar FH mætir Stjörnunni í stórleik á mánudaginn í næstu viku.



Athugasemdir
banner
banner
banner