Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 16. júlí 2014 09:50
Elvar Geir Magnússon
Muhamed Besic gæti farið til Everton
Powerade
Muhamed Besic í leik á HM.
Muhamed Besic í leik á HM.
Mynd: Getty Images
Nani til AC Milan?
Nani til AC Milan?
Mynd: Getty Images
Pellegrini sagði nei við Brasilíu.
Pellegrini sagði nei við Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Góðan og margblessaðan. Hér að neðan má sjá samantekt á slúðri enskra götublaða á þessum þokkalega miðvikudegi. Það voru kollegar okkar á BBC sem tóku saman.

Hjá Everton eru menn bjartsýnir á að tryggja sér Muhamed Besic (21 árs) landsliðsmann Bosníu. Þessi varnarsinnaði miðjumaður er hjá Ferencvaros í Ungverjalandi. (Liverpool Echo)

Emmanuel Riviere, 24 ára sóknarmaður Monaco, er kominn til Englands þar sem hann vonast til að ganga frá sölu til Newcastle United fyrir 6 milljónir punda. (Newcastle Chronicle)

Viðræður Manchester United um kaup á Arturo Vidal hjá Juventus bjuggu til vandræðin hjá ítalska félaginu sem urðu til þess að Antonio Conte lét af störfum. (The Sun)

Trabzonspor í Tyrklandi vill fá varnarmanninn Kolo Toure (33) frá Liverpool. (Daily Mail)

Besiktas í Tyrklandi vill fá senegalska sóknarmanninn Demba Ba (29) lánaðan í eitt ár með möguleika á kaupum eftir það. Chelsea vill frekar selja leikmanninn strax.(Daily Mirror)

Swansea City hefur hafnað 8 milljóna punda tilboði frá Liverpool í Ben Davies (21) varnarmann landsliðs Wales. (Daily Telegraph)

West Brom hefur hafnað 1,5 milljón punda tilboði Burnley í Craig Dawson en Alan Irvine vill halda varnarmanninnum á The Hawthorns. (Birmingham Mail)

AC Milan er að reyna að fá portúgalska vængmanninn Nani frá Manchester United. (Football Italia)

Joao Filipe, 15 ára strákur frá Benfica sem kallaður hefur verið "nýr Cristiano Ronaldo", er til reynslu hjá Manchester United. Með honum er liðsfélagi hans, Joao Virginia sem er einnig 15 ára en hann er markvörður. (SkySports)

Vonir Aston Villa um að fá miðjumanninn Ki Sung-Yueng (25) velta á því hvað Swansea gerir en Swansea vill bjóða honum nýjan samning. (Express)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, hafnaði tilboði um að taka við þjálfun brasilíska landsliðsins. (Manchester Evening News)

George Grahama, fyrrum stjóri Arsenal, segir að Jack Wilshere (22) þurfi að taka sig saman í andlitinu eftir að miðjumaðurinn var myndaður við að reykja. (Daily Mirror)

Það munaði litlu að Luis Suarez færi frá Liverpool til Real Madrid fyrir 12 mánuðum. (Daily Star)

Dejan Lovren hefur sagt vinum sínum að allt stefni í að hann fari til Liverpool. (Ýmsir)

Southampton hefur boðið Jay Rodriguez umtalsverða launahækkun og fimm ára samning til að reyna að fæla burtu áhuga Liverpool og Tottenham. (The Sun)

Mario Götze, sem skoraði sigurmark úrslitaleiks HM, var næstum farinn til Arsenal 2011. (Daily Express)

Brendan Rodgers telur að Liverpool hafi klófest einn mest spennandi unga leikmann Evrópu með því að kaupa Lazar Markovic (20) frá Benfica á20 milljónir punda. (Liverpool Echo)

Steven Gerrard nýtur lífsins á Ibiza með eiginkonu sinni og þremur dætrum eftir erfiða síðustu mánuði. (Daily Mirror)

Alan Hansen, fyrrum sérfræðingur BBC, segir að stærstu mistökin á fjölmiðlaferlinum hafi verið að fullyrða að Theo Walcott væri ekki með fótboltaheila. (Daily Telegraph)

Lukas Podolski hrópaði 'Arsenal' þegar Sami Khedira var spurður að því hvar hann myndi spila næsta tímabil á móttökuathöfn eftir HM-sigurinn. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner