Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. september 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Úrvalslið vikunnar í enska - Man Utd á þrjá
Ander Herrera er í liðinu.
Ander Herrera er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Graziano Pelle skoraði tvö gegn Newcastle.
Graziano Pelle skoraði tvö gegn Newcastle.
Mynd: Getty Images
Þrír leikmenn frá Manchester United eru í úrvalsliði helgarinnar í enska boltanum. United vann langþráðan 4-0 sigur á QPR um helgina þar sem nýju mennirnir hjá liðinu áttu flottan leik.

Úrvalsliðið er frá Goal.com að þessu sinni og stillt er upp í 3-5-2.



Markvörður - Julian Speroni (Crystal Palace)
Speroni varði vítaspyrnu og hélt hreinu í markalausu jafntefli gegn Burnley.

Varnarmaður - Nathan Baker (Aston Villa)
Baker átti stóran þátt í því að Aston Villa náði að halda hreinu á Anfield.

Varnarmaður - Marcos Rojo (Man Utd)
Rojo var flottur í vörninni hjá Manchester United gegn QPR.

Varnarmaður - Ryan Bertrand (Southampton)
Bertrand átti góðan leik þegar Southampton valtaði yfir Newcastle.

Miðjumaður - Alexis Sanchez (Arsenal)
Alexis skoraði annað mark sitt á tímabilinu gegn Manchester City.

Miðjumaður - Jack Wilshere (Arsenal)
Wilshere skoraði einnig gegn Manchester City eftir laglegt einstaklings framtak.

Miðjumaður - Christian Eriksen (Tottenham)
Eriksen var með 90% heppanaðar sendingar og skoraði í 2-2 jafnteflinu gegn Sunderland.

Miðjumaður - Ander Herrera (Manchester United)
Herrera skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United gegn QPR.

Miðjumaður - Angel di Maria (Manchester United)
Di Maria fór á kostum gegn QPR en hann skoraði og lagði upp mark.

Sóknarmaður - Graziano Pelle (Southampton)
Maður leiksins í sigri Southampton á Newcastle. Skoraði tvö mörk.

Sóknarmaður - Diego Costa (Chelsea)
Costa hefur verið sjóðheitur í upphafi tímabils en hann henti í þrennu gegn Swansea.

Sjá einnig:
Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner