Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
Enski boltinn - Yfirburðir Liverpool og ómögulegt að spá
Útvarpsþátturinn - Dóri Árna og enduskoðuð Lengjuspá
Hugarburðarbolti Þáttur 6
Enski boltinn - Martraðartitilbarátta fyrir Man Utd menn
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Einvígið gegn Serbíu: Sveindís tók yfir og Ísland áfram á meðal 16 bestu
Hugarburðarbolti Þáttur 5
Útvarpsþátturinn - Henry Birgir gestur og farið yfir málin
Enski boltinn - Allt í lagi með krakkana og lúserinn Pochettino
Hugarburðarbolti Þáttur 4
Enski boltinn - Mjög spennandi barátta og sjóðheitur Höjlund
Útvarpsþátturinn - Afmælisveisla og Jón Rúnar gestur
Hugarburðarbolti Þáttur 3
Enski boltinn - Hvað er í gangi hjá Chelsea?
Steven Lennon gerir upp magnaðan feril - Skórnir upp á hillu
Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og formannsefnin fara yfir stóru málin
   mán 16. október 2017 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Mennirnir bak við tjöldin - „Hef sótbölvað í mörgum ferðum"
Dagur og Freyr í Króatíu.
Dagur og Freyr í Króatíu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið náði því merkilega afreki fyrir viku síðan að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi. Starfslið íslenska landsliðsins er ekki fjölmennt en það er skipað einstaklingum sem hafa lagt á sig svefnlausar nætur til að aðstoða strákana okkar.

Elvar Geir Magnússon kíkti í heimsókn á Laugardalsvöll og ræddi við þrjá aðila sem starfa bak við tjöldin. Innslagið var spilað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Elvar ræddi við Frey Alexandersson sem hefur njósnað um andstæðinga Íslands, Dag Svein Dagbjartsson sem er kallaður Spielberg innan þjálfarateymisins og fjölmiðlafulltrúann Óskar Örn Guðbrandsson.

Freyr, sem einnig er þjálfari kvennalandsliðsins, hefur farið ófáar ferðirnar til að skila inn skýrslum um andstæðinga Íslands. Hann hefur kynnst ýmsu skrautlegu í ferðum sínum til Austur-Evrópu.

„Þetta hafa verið ansi skrautleg ferðalög og maður hefur verið að sótbölva ýmsum flugfélögum og hótelum. Þetta er langt frá því að vera glamúr-líf. En vinnan hefur verið gefandi, krefjandi og skemmtileg. Maður vill ekki klikka á einu einasta smáatri," segir Freyr.

Hann segir það mjög skemmtilegt að sjá vinnuna skila sér, eins og í 3-0 sigrinum gegn Tyrklandi þar sem mark Kára Árnasonar var greinilega teiknað upp.

„Það var ótrúlega gefandi að sjá vinnuna skila sér á vellinum, gegn Tyrklandi og líka gegn Úkraínu. Það er ólýsanlegt að sjá hlutina ganga svona upp. Þessir strákar í liðinu eru ótrúlega góðir að framkvæma hluti sem eru lagðir á borðið hjá þeim. Maður fékk sæluhroll. Þú talar um markið hjá Kára og svo var markið hjá Jóa Berg líka uppsett. Auðvitað þarftu hæfileika til að framkvæma þetta."

Freyr verður áfram í njósnastörfum fyrir HM í Rússlandi. Hann telur að það muni henta Íslandi að lenda í riðli með skipulögðum liðum.

„Ég hræðist að undirbúa leiki gegn Panama og þjóðum sem eru kannski villtari. En við finnum lausnir á þessu á endanum," segir Freyr en hægt er að heyra í honum, Degi og Óskari í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner