Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. apríl 2015 13:00
Elvar Geir Magnússon
„Bindum vonir við að hann nái sér að fullu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matt Garner, varnarmaður ÍBV, fótbrotnaði illa í leik Eyjamanna gegn Keflavík í september í fyrra. Fótbolti.net heyrði í Jóhannesi Harðarsyni, þjálfara liðsins, og spurði út í standið á leikmanninum.

„Garner er enn meiddur og er að glíma við þetta fótbrot. Við bindum vonir við að hann komi inn í þetta í sumar og nái sér að fullu," segir Jóhannes.

„Það er ekki nein dagsetning á það hvenær við vonumst til að fá Garner til baka. Ef hann verður kominn á fullt fyrir mitt mót verður það bónus held ég. Hann er að vinna vel og verður vonandi kominn á ról áður en langt um líður."

Að öðru leyti gerir Jóhannes ráð fyrir því að allir aðrir leikmenn verði klárir í slaginn þegar Pepsi-deildin fer af stað.

Fótbolti.net er að kynna liðin í Pepsi-deildinni fyrir tímabilið sem fer senn að hefjast en lið ÍBV verður kynnt síðar í dag og þá birt ítarlegt viðtal við Jóhannes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner