Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 17. júlí 2014 08:17
Jóhann Óli Eiðsson
Toni Kroos til Real Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn og heimsmeistarinn Toni Kroos er genginn til liðs við spænska stórliðið Real Madrid. Þetta var staðfest nú í morgun á Twitter síðu félagsins auk þess sem Bayern München sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis. Kroos skrifar undir sex ára samning við sitt nýja félag.

Kroos, sem er 24 ára, lék lykilhlutverk í þýska landsliðinu sem varð heimsmeistari nú á dögunum. Að auki hefur hann unnið þýsku Bundesliguna í fjórgang, þýska bikarinn þrisvar og var partur af liðinu sem vann hina eftirsóttu þrennu árið 2013.

Kroos verður formlega kynntur til sögunnar síðar í dag en hjá Real Madrid hittir hann fyrir samherja sinn á þýsku miðjunni í formi Sami Khedira.

,,Við viljum þakka Kroos fyrir tíma hans hér í München. Hann stóð sig frábærlega og við eigum honum margt að þakka. Við óskum honum og fjölskyldu hans velgengni á nýjum stað," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München.



Athugasemdir
banner
banner