Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 17. september 2014 19:38
Mist Rúnarsdóttir
Þóra Björg: Krossaði fingur og bombaði á markið
Þóra Björg kvaddi landsliðið með marki
Þóra Björg kvaddi landsliðið með marki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir lék í dag sinn 108 landsleik. Þetta var jafnframt kveðjuleikur hennar með íslenska landsliðinu en hún tilkynnti í vikunni að hanskarnir væru á leið upp í hillu. Fótbolti.net náði tali af þessum magnaða leikmanni eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu. Þóra Björg kvaddi ekki aðeins með sigri heldur skoraði hún úr vítaspyrnu og fékk góðan stuðning frá íslenskum áhorfendum í kvöld.

„Ég veit það ekki alveg. Ég er leið og glöð og bara allt,“ svaraði Þóra aðspurð um hvaða tilfinningar bærust í brjósti hennar eftir svona leik.

„En svona í heildina, spilamennskan var svo frábær að það er ekki annað hægt en að vera glaður eftir svona leik. Svo vakna ég örugglega í fyrramálið, döpur yfir að þetta sé búið en við völtuðum náttúrulega bara yfir þær. Við létum þær líta út eins og byrjendur. Þetta er fínt lið en við leyfðum þeim ekki að spila boltanum, við leyfðum þeim ekki að gera neitt.“

Íslenska liðið var miklu beittara en í síðasta leik gegn Ísrael og allt annað að sjá til liðsins. Við spurðum Þóru hvernig stæði á því.

„Við lentum kannski í smá basli á móti Ísrael. Þetta var búið einhvernveginn, uppá stoltið, og duttum niður á þeirra plan. Í dag var stemmningin rosalega góð. Við erum búin að pumpa þennan leik svolítið upp og gera grín að ýmsum hlutum. Síðasta rútuferðin, síðasti hádegismaturinn og eitthvað svona. Við gerðum svolítið mikið úr þessum leik bara innan hópsins og það svínvirkaði. Svo segir Freysi okkur í hálfleik að Danirnir hafi tapað og þá er 2. sætið okkar. Þar fengum við þá hvatningu sem við þurftum.“

Með hagstæðum úrslitum í Danmörku og frábærum 9-1 sigri er ljóst að Ísland endar í 2. sæti riðilsins. Það dugir ekki til að koma liðinu í umspil um laust sæti á HM en Þóra Björg er stolt af árangrinum.

„Ég held að við séum með 10 sigra á árinu. Það gerist ekki oft hjá okkur. Við vorum svolítið með hausinn ofan í bringu útaf því að við komumst ekki í umspil en þegar við horfum yfir árið þá verður maður að taka tillit til þess að við lentum í frekar ömurlegum riðli og við getum gengið sáttar frá þessari undankeppni, þó svo að við séum ekki að fara áfram. Við töluðum aðeins um það í gær og þá lyftum við aðeins upp hausnum og vildum sýna hvað við erum búnar að vera að gera í ár og þetta er afrakstur ársins.“

Öll augu voru á Þóru í leiknum og hún fékk kjörið tækifæri til að setja rjómann á kökuna og kveðja með stæl þegar íslenska liðið fékk dæmda vítaspyrnu í síðari hálfleik. Þóra vildi að sjálfsögðu taka spyrnuna en segist sjaldan hafa verið eins stressuð.

„Ég sagði nú ekki neitt en þegar dómarinn flautaði þá stóð ég svona og svo heyrði ég Freysa kalla. En ég var rosa stressuð. Hef sjaldan verið jafn stressuð eins og á þessum vítapunkti. Harpa hefði til dæmis aldrei leyft mér að hætta að hugsa um þetta ef ég hefði klúðrað.“

Þóra Björg lék í framlínunni í yngri flokkunum auk þess að vera í marki og þótti afbragðs senter á sínum yngri árum. Hún var því ekki á alveg ótroðnum slóðum þegar hún færði sig yfir í vítateig andstæðinganna.

„Ég er náttúrulega ekki í æfingu, sko,“ sagði Þóra létt í bragði. „Ég krossaði bara fingur og bombaði á markið og vonaði það besta.“

Við spurðum Þóru Björgu að lokum út í stuðninginn sem hún og íslenska liðið fékk. Tólfan mætti á völlinn og söng meðal annars „Þóra B. er legend“. Þóra segist ekki hafa átt von á þessu og er afar þakklát fyrir kveðjustundina.

„Þetta var ótrúlegt. Ég átti aldrei von á þessu og bað aldrei um þetta. Ég átti þess vegna von á að ég yrði bara skilin eftir fyrst ég var búin að tilkynna að ég myndi hætta og það er bara meiriháttar að enda svona. Það eru forréttindi og ég er óendanlega þakklát.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Þóru í sjónvarpinu hér að ofan en Fótbolti.net þakkar henni fyrir sitt framlag til landsliðsins og íslenskrar kvennaknattspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner