Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. október 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Baldvin Sturlu á förum frá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Baldvin Sturluson er á förum frá Stjörnunni en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Baldvin var ekki inni í myndinni hjá Íslandsmeisturunum í sumar og í júlí gekk hann til liðs við Breiðablik á láni.

,,Ég á ár eftir hjá Stjörnunni en það var niðurstaðan eftir þetta tímabil að það væri best fyrir báða aðila að ég leitaði á önnur mið," sagði Baldvin við Fótbolta.net í dag.

Baldvin er 25 ára gamall en hann getur spilað bæði á miðjunni og í vörninni.

Baldvin skoraði eitt mark í átta leikjum með Blikum í Pepsi-deildinni í sumar.

Samtals hefur Baldvin skorað níu mörk í 82 deildar og bikarleikjum með Stjörnunni frá því árið 2008 þegar hann spilaði sinn fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner