Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. október 2014 14:07
Magnús Már Einarsson
Bjarni að hætta með Fram - Aðalsteinn orðaður við starfið
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson er væntanlega að hætta sem þjálfari Fram en þetta staðfesti Sverrir Einarsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Vísi.

„Það er ekkert hundrað prósent en það bendir allt til þess að það verði breyting," sagði Sverrir við Vísi í dag.

Að sögn Sverris mun hann ræða betur við Bjarna síðar í dag. Bjarni gerði tveggja ára samning við Fram í fyrra en liðið féll úr Pepsi-deildinni á dögunum.

Bjarni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá KR en líkur eru á að Rúnar Kristinsson sé á leið til Lilleström. Bjarni spilaði með KR frá 2008 og þar til í fyrra en hann er í miklum metum hjá félaginu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þykir Aðalsteinn Aðalsteinsson líklegastur til að taka við liði Fram. Aðalsteinn er 52 ára gamall en hann var yfirþjálfari yngri flokka hjá Fram í sumar og annar af þjálfurum 2. flokks karla.

Aðalsteinn er níundi leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Víkings R. Hann þjálfaði Víking árið 1996 í næstefstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner