Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. október 2014 11:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Helga Kolviðs var sagt upp: Ísland ekki í myndinni
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Getty Images
Helgi Kolviðsson, fyrrum landsliðsmaður, er í viðtali í Morgunblaðinu í morgun en hann var látinn fara sem þjálfari austurríska B-deildarliðsins Austria Lustenau á dögunum.

Helgi tók við liðinu fyrir þremur og hálfu ári og var stefnan sett upp í úrvalsdeildina fyrir tímabilið. Liðið hafnaði í öðru sæti á síðasta tímabili en aðeins efsta liðið kemst upp.

Illa hefur gengið hjá Helga og félögum á þessu tímabili og liðið er í fallbaráttu.

„Ég var að klára UEFA Pro-gráðuna sem þjálfari. Stefnan var að vera áfram þjálfari svo að ég er að skoða mín mál í augnablikinu og hvað stendur til boða," segir Helgi við Morgunblaðið en hann segist ekki vera á leið aftur til Íslands.

„Nei, það er nú ekkert sem ég hef spáð í. Maður er búinn að vera búsettur úti í 19 ár og kominn með börn í skóla hérna þannig að það er ekkert sem ég hugsa um eins og er."
Athugasemdir
banner
banner