Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. mars 2018 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England í dag - Tveir leikir í bikarnum
Kemst C-deildarlið Wigan í undanúrslitin?
Kemst C-deildarlið Wigan í undanúrslitin?
Mynd: Getty Images
Átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar lýkur í dag en tveir leikir fóru fram í gær og tveir leikir eru á dagskrá í dag. Enginn leikur er í dag í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri leikur dagsins hefst klukkan 13:30 og fer fram á DW vellinum þar sem Wigan tekur á móti Southampton.

Wigan sló Manchester City eftirminnilega út í 16-liða úrslitum en Southampton sigraði á sama tíma botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, West Brom.

Í síðari leik dagsins mætast tvö úrvalsdeildarlið á King Power vellinum í Leicester þar sem heimamenn mæta Chelsea, flautað verður til leiks klukkan 16:30.

Chelsea sigraði Hull City örugglega í 16-liða úrslitunum en Leicester City hafði betur gegn Sheffield United.

Sunnudagur 18. mars
13:30 Wigan - Southampton (Stöð 2 Sport)
16:30 Leicester City - Chelsea (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner