Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 18. apríl 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Carrick reynir að laga samband Mourinho og Pogba
Michael Carrick er toppmaður.
Michael Carrick er toppmaður.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að Michael Carrick hafi fengið sér sæti með liðsfélaga sínum hjá Manchester United, Paul Pogba, og rætt við hann einslega.

Carrick á að hafa fengið það hlutverk að hjálpa til við að laga erfitt samband milli Pogba og Mourinho.

Mourinho er sagður pirraður yfir óstöðugleika Pogba og sagt að þeir talist varla við. Sögusagnir hafa verið í gangi um að franski miðjumaðurinn gæti farið í sumar.

Carrick leggur skóna á hilluna eftir tímabilið og fer þá inn í þjálfarateymi United.

Mourinho tók Pogba af velli í 1-0 tapinu gegn botnliði West Bromwich Albion um síðustu helgi og gagnrýndi leikmanninn svo.

Tímabilið hjá Manchester United hefur ekki verið eftir væntingum og Pogba verið dapur í of mörgum leikjum. Fyrr í þessum mánuði var sagt að Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefði boðið Manchester City að fá leikmanninn og þá segir að Raiola hafi einnig rætt við PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner