Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. nóvember 2015 11:13
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Roy Keane vill taka við félagsliði eftir EM
Roy Keane á leik í enska boltanum í haust.
Roy Keane á leik í enska boltanum í haust.
Mynd: Getty Images
Roy Keane aðstoðarþjálfari írska landsliðsins segir að hann vilji taka við félagsliði að nýju eftir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar.

Keane segir að hann muni ræða framtíð sína við Martin O'Neill landsliðsþjálfara á næstu vikum.

„Ég held að Martin viti að ég hef metnað til að komast aftur í hringinn," sagði Keane sem er 44 ára gamall fyrrverandi leikmaður Manchester United.

„Ég verð pottþétt áfram fram yfir EM en svo mun ég spila þetta eftir eyranu."

Keane stýrði áður Sunderland og Ipswich Town. Sunderland var í 23. sæti Championship deildarinnar þegar hann tók við í ágúst 2006 en samt kom hann liðinu upp úr deildinni það tímabilið. Hann sagði svo upp á öðru tímabili í úrvalsdeildinni er liðið var í fallbar´ttu. Ekkert gekk hjá Ipswich þar sem hann var rekinn eftir 20 mánuði í starfi í janúar 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner