Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 18. nóvember 2015 22:35
Arnar Geir Halldórsson
Sturridge: Er klár í slaginn
Daniel Sturridge
Daniel Sturridge
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge segist vera heill heilsu og getur ekki beðið eftir að byrja aftur að spila.

Þrálát meiðsli hafa herjað á Sturridge á undanförnum árum en hann hefur aðeins spilað þrjá leiki með Liverpool á þessu tímabili.

„Ég er heill og er klár í slaginn. Það verður frábært að komast aftur af stað," segir Sturridge.

Sturridge hefur ekki spilað síðan Jurgen Klopp tók við stjórnartaumunum á Anfield en honum líst vel á nýja knattspyrnustjórann.

„Nýi stjórinn er mjög spennandi. Ég hef verið að æfa með liðinu undanfarna daga og æfði líka þegar hann var nýkominn."

„Það eru spennandi tímar hjá félaginu núna og ég nýt þess að vinna með honum. Ég er hrifinn af hans sýn á fótbolta,"
sagði Sturridge.

Það er engu að síður talið ólíklegt að Klopp hendi Sturridge út í djúpu laugina á laugardag þegar liðið heimsækir Man City á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner