Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. febrúar 2018 23:35
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Eiður Smári álitsgjafi á Sky
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiður Smári Guðjohnsen var fenginn í beina útsendingu hjá Sky Sports sem álitsgjafi fyrr í kvöld, þegar C-deildarlið Wigan kom heiminum á óvart og sló Manchester City út í 16-liða úrslitum enska bikarsins.

Eiður Smári hefur þekkingu á Pep Guardiola sem fáir hafa eftir að hafa starfað undir hans stjórn hjá Barcelona. Hann var spurður út í lífið undir stjórn Pep og hafði ekkert slæmt að segja um Spánverjann.

„Tilfinningin var mjög svipuð og þegar Jose Mourinho tók við Chelsea," sagði Eiður.

„Pep tók við virkilega góðu og gæðamiklu liði, en það vantaði eitthvað. Það vantaði orku, það vantaði sigurvilja.

„Hann tók stórar ákvarðanir. Hann leyfði Ronaldinho og Deco að yfirgefa félagið og yngdi upp í hópnum. Það var mjög skýrt strax frá upphafi að hann var við völd. Ef við fylgdum ekki því sem hann sagði gátum við alveg eins pakkað í töskur og farið heim."


Eiður segir að þetta hafi farið nokkuð rólega af stað undir stjórn Pep en það hafi verið þess virði.

„Við töpuðum og gerðum jafntefli en byrjuðum svo að átta okkur á því að þessi leikstíll væri að virka. Í kjölfarið urðum við eins og vel smurð vél. Það skipti ekki máli hverjir spiluðu, þetta virkaði.

„Hann lagði litla áherslu á spænsku deildina til að byrja með og var einbeittur að því að koma okkur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Róm, sem hann gerði."


Barcelona vann þrennuna á fyrsta tímabili Guardiola, sem ákvað að selja Eið Smára til Mónakó sumarið þar á eftir.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner