Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. mars 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segir Liverpool ætla að fá Ndidi í sumar
Mynd: Getty Images
Alpha Balde er fréttamaður frá Gíneu og var meðal þeirra fyrstu til að tilkynna um félagaskipti Naby Keita frá RB Leipzig til Liverpool.

Nú heldur hann fram að Wilfred Ndidi, nígerískur miðjumaður Leicester, sé næstur til að ganga til liðs við Jurgen Klopp og félaga á Anfield.

Ndidi á að leysa Emre Can af hólmi, en Leicester mun vilja mikinn pening fyrir miðjumanninn efnilega.

Ndidi kostaði 17 milljónir punda fyrir tveimur árum og rennur samningur hans við Englandsmeistarana fyrrverandi ekki út fyrr en 2022.

Balde segir Ndidi vilja fara til Liverpool, félögin þurfi aðeins að komast að samkomulagi um kaupverð.










Athugasemdir
banner