Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. maí 2017 08:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Valencia á eftir Coquelin
Mun Coquelin færa sig sunnar í álfuna í sumar?
Mun Coquelin færa sig sunnar í álfuna í sumar?
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Valencia er á eftir miðjumanni Arsenal, Francis Coquelin en Valencia mun líklega reyna fá hann á láni allt tímabilið.

Valencia sér Frakkann sem frábæra viðbót við miðjuna en það fer allt eftir því hvort að Arsenal sé tilbúið til þess að samþykkja þetta tilboð.

Coquelin hefur verið hjá Arsenal síðan árið 2008 og leikið nærri hundrað leiki fyrir félagið.

Coquelin hefur fallið aftar í goggunarröðina hjá Arsenal á þessu tímabili en Granit Xhaka og Aaron Ramsey eru á undan honum.

Valencia hefur verið í miklu basli undanfarin ár með að halda þjálfurum sínum og hefur það bitnað á gengi liðsins. Valencia er í 12. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner