Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 19. júní 2018 22:39
Hulda Mýrdal
Pétur Péturs: Þetta er eins og Messi fyrir Argentínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur þjálfari Vals var að vonum ánægður eftir 4-0 sigur hjá sínum konum.

Hvernig fannst þér leikurinn í dag?
"Þetta var svolítil þolinmæðisvinna í dag. Stelpurnar gerðu þetta vel sérstaklega, í seinni hálfleik. Mér fannst við ekki vera nógu góðar sendingarlega séð í fyrri hálfleik en bættum það. Mjög góður sigur hjá stelpunum."
Nú náðu þið litlum opnunum á KR vörninni þó svo að þið séuð meira með boltann. Náið svo inn allt í einu þremur mörkum. Hvað breyttist?
"Ég held að við höfum bætt okkur sendingarlega séð og pressum aðeins meira á þær og það skilar sér. Svo kemur Guðrún Karitas og skorar tvö mörk einn tveir og þrír. Svo er virkilega gaman að sjá Dóru Maríu aftur á vellinum"

Dóra María Lárusdóttir sneri aftur í lið Vals í kvöld en hún meiddist með landsliðinu á Algarve í fyrra.
Hversu miklu máli skiptir að vera búin að fá Dóru Maríu aftur í liðið?
"Þetta er einsog Messi í Argentínu eða Gylfa eða Aron í íslenska landsliðinu.
Nú kemur Guðrún Karitas inná og setur 2 mörk, hvað er hún eiginlega búin að vera brasa í fríinu?
"Hún er búin að æfa á fullu meðan aðrir eru búnir að vera út í heimi að spila landsleiki og hitt og þetta. Hún er búin að æfa vel"

1-0 fyrir ykkur, varstu aldrei stressaður um að KR myndi ná að pota inn marki?
"Auðvitað er þetta alltaf tæpt, en ég hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum skora annað mark. Það kom svo."

Nánar er rætt við Pétur um framhaldið og fleira í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner