Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 19. júlí 2017 23:14
Magnús Valur Böðvarsson
Heimild: Úrslit.net 
4.deild: SR og KFR með sigra, jafnt á Selfossi
Árborgarar gerðu jafntefli í kvöld á meðan KFR sigraði sinn leik
Árborgarar gerðu jafntefli í kvöld á meðan KFR sigraði sinn leik
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Örvar Hugason skoraði fyrir Stokkseyri
Örvar Hugason skoraði fyrir Stokkseyri
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Þrír leikir fóru fram í 4.deild karla þar sem KFR var með endurkomu sigur gegn Stokkseyri, SR vann óvæntan sigur á Vatnaliljum og Árborg og Skallagrímur skildu jöfn í stórmeistaraslag á Selfossi.

B - riðill
Leikir dagsins í B riðlinum voru milli liðanna í neðri og miðju hluta riðilsins og var það helst Vatnaliljur sem hefðu getað átt möguleika á sæti í úrslitakeppninni en þeir yfirgáfu þá mögulega endanlega í dag með því að tapa gegn SR í kvöld. Þá voru ansi fjörugar lokamínútur á Stokkseyri þar sem heimamenn misstu 2-1 forystu niður og töpuðu að lokum 4-3 á lokamínútum leiksins.

SR 3 - 2 Vatnaliljur
1-0 Hrafn Ingi Jóhannsson (25')
1-1 Aaron Palomares (39 víti')
2-1 Haraldur Árni Hróðmarsson (78')
3-1 Andri Jónsson (86')
3-2 Bjarki Steinar Björnsson (94')
Rautt spjald: Andri Jónsson, SR (93')

Stokkseyri 3 - 4 KFR
0-1 Magnús Hilmar Viktorsson (20')
1-1 Eyþór Gunnarsson (48')
2-1 Eyþór Gunnarsson (68')
2-2 Aron Örn Þrastarsson (81')
2-3 Hjörvar Sigurðsson (84')
2-4 Aron Örn Þrastarson (90')
3-4 Örvar Hugason (94')

C - riðill
Árborg og Skallagrímur gerðu 1-1 jafntefli á Selfossi en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni og hefði tap í dag drepið þá möguleika. Jafntefli gerir það hinsvegar að verkum að bæði lið eru ennþá í séns þrátt fyrir að liðin þurfi hugsanlega að vinna rest til þess.

Árborg 1-1 Skallagrímur
0-1 Kristjón Geir Sigurðsson (22')
1-1 Magnús Helgi Sigurðsson (56')

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner