Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. ágúst 2014 18:39
Elvar Geir Magnússon
Úrskurður aganefndar: Þórarinn Ingi strax kominn í bann
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson var ekki lengi að koma sér í leikbann eftir heimkomuna í ÍBV. Hann hefur fengið gult í fjórum af þeim fimm leikjum sem hann hefur leikið.

Hann tekur út leikbann í næsta leik ÍBV sem er heimaleikur gegn Þór í fallbaráttunni.

Aganefnd KSÍ fundaði í dag líkt og venjan er á þriðjudögum en fjórir aðrir leikmenn í Pepsi-deildinni voru þar dæmdir í bann.

Það eru Jó­hann­es Karl Guðjóns­son (Fram), Sveinn Elías Jónsson (Þór) og þeir Ein­ar Orri Ein­ars­son og Har­ald­ur Freyr Guðmunds­son (báðir Keflavík).

Leik­bönn­in taka gildi á föstu­dag­inn og því geta þeir Ein­ar og Har­ald­ur spilað með Keflavík gegn FH í Krik­an­um annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner