Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. september 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
Sackpardew.com
Mynd: Sackpardew.com
Nánast allir stuðningsmenn Newcastle vilja sjá knattspyrnustjórann Alan Pardew hverfa á braut.

Newcastle situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar en liðið tapaði 4-0 gegn Southampton um síðustu helgi og hefur ekki ennþá unnið leik á tímabilinu.

Nokkrir stuðningsmenn hafa opnað síðuna sackpardew.com eða rekiðpardew.com.

15 þúsund miðar hafa verið prentaðir út með nafni síðunnar en þeim verður dreift í Newcastle borg fyrir leikinn gegn Hull á morgun.

Samkvæmt fréttum frá Englandi eru 98% stuðningsmanna Newcastle á því að Pardew eigi að stíga frá borði og hann á líklega ekki marga daga eftir í starfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner