Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. september 2017 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjerregaard fótbrotinn eftir tæklingu Aleksandar Trninic
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon, sem sér um Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport, greinir frá því í kvöld að Andre Bjerregaard, leikmaður KR, sé fótbrotinn.

Bjerregaard hefur komið eins stormsveipur inn í lið KR og staðið sig virkilega vel. Hann er þó ekki að fara að spila meira í sumar.

Samkvæmt Herði fótbrotnaði Bjerregaard eftir tæklingu Aleksandar Trninic, miðjumanns KA, í síðustu umferð.

Trninic var gagnrýndur harðlega í Pepsi-mörkunum í síðustu umferð fyrir tuddaskap.

„Maður hefur á tilfinningunni að hver leikur sem líður án þess að Trninic fái rautt spjald sé illa dæmdur leikur, menn hafi misst af einhverju. Hann er ekki eðlilega grófur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum um Trninic.

Sjá einnig:
Miðjumaður KA sagður reyna að eyðileggja feril leikmanna



Athugasemdir
banner
banner