Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. september 2017 16:45
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Leicester í bann fyrir söngva
Leicester fagnar marki.
Leicester fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Þrír stuðningsmenn Leicester hafa verið dæmdir í bann á heimavelli félagsins vegna söngva sem þeir sungu í leik liðsins gegn Brighton í síðasta mánuði.

Stuðningsmennirnir sungu þá níðandi söngva um samkynhneigða.

Stuðningsmennirnir hafa allir verið dæmdir í heimaleikjabann í kjölfarið.

Bannið er mislangt hjá aðilinum en sá sem fékk stysta bannið er í tveggja mánaða banni. Lengsta bannið hljómaði hins vegar upp á eitt ár.

„Hegðun þeirra var óafsakanleg og við líðum þetta ekki," segir í yfirlýsingu frá Leicester.
Athugasemdir
banner
banner