Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. október 2014 14:00
Grímur Már Þórólfsson
Martinez: Barkley er fæddur til að spila fótbolta
Ross Barkley var frábær í gær
Ross Barkley var frábær í gær
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, þjálfari Everton, segir að ungstirnið Ross Barkley sé fæddur til að spila fótbolta eftir frábæra frammistöðu í 3-0 sigrinum á Aston Villa í gær. Þetta var fyrsti leikur Barkley á tímabilinu en hann hefur verið frá vegna hnémeiðsla.

„Hann var frábær. Þú horfir á hann og hugsar hvort hann hafi verið fæddur til að spila fótbolta.“

„Manneskjur eru ekki fæddar til að sparka í bolta en hann lýtur eðlilegri út með bolta við lappirnar heldur en án hans. Hreyfingarnar hans með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik, voru ótrúlegar.“

„Það var engin áhætta að láta hann byrja, eina spurningin var hversu lengi hann gat spilað. Hann entist lengur en ég bjóst við og hann leit út eins og hann hafi spilað allt tímabilið,“
sagði Martinez eftir leikinn í gær.

Barkley lagði upp mark á Lukaku í leiknum en varnarmennirnir sáu um hin mörkin. Þeir Jagielka og Baines skoruðu eftir sendingar frá Baines.
Athugasemdir
banner
banner
banner