Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. nóvember 2015 12:42
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Eiður Smári í viðtali í Kína
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í myndbandinu hér að neðan má sjá innslag frá CCTV í Kína þar sem rætt var við íslenska landsliðsmanninn Eið Smára Guðjohnsen sem spilar fyrir Shijiazhuang Ever Bright í landinu.

Rætt er við hann um lífið í Kína, gengi liðs hans Shijiazhuang Ever Bright og Evrópumótið sem er framundan hjá landsliðunu.

Í viðtalinu talar hann um að þráin að spila á stærsta sviðinu með íslenska landsliðinu hafi verið meðal þeirra ástæðna að hann hafi haldið ferli sínum áfram.

Þá viðurkennir hann að hann hafi ekki verið fyllilega sáttur við persónulega frammistðu á linu tímabilið.

„Í sannleika sagt hefur mér ekki gengið neitt frábærlega. Það tók sinn tíma að aðlagast en undir lok tímabilsins náði ég mér betur á strik,“ segir Eiður Smári.


Athugasemdir
banner
banner
banner