Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 20. janúar 2018 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Vorum áhyggjufullir fyrir leikinn
Mynd: Getty Images
„Þetta var mikilvæg frammistaða," sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea, eftir 4-0 sigur á Brighton í dag.

„Við byrjuðum mjög vel og vorum fljótir að skora eftir gott spil. Við vorum áhyggjufullir fyrir leikinn þar sem leikmenn voru meiddir og í leikbanni, en svörin sem ég fékk frá liðinu voru ótrúleg. Ég er mjög ánægður með þetta. Aftur héldum við hreinu."

„Þetta var mjög góð frammistaða hjá liðinu í dag. Við vorum fljótir að hreyfa boltann og gerðum það hnitmiðað. Ég sá mikilvæga hluti. Núna verðum við að halda áfram."

Michy Batshuayi byrjaði í dag og Conte var sáttur með hans frammistöðu, þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað.

„Frammistaða Michy Batshuayi var mjög jákvæð. Hann skoraði ekki, en að mínu mati er það ekki mikilvægt, það er mikilvægt að spila vel fyrir liðið. Ég er ánægður með hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner