Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 20. apríl 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
Riðill kvennalandsliðsins fyrir undankeppni EM
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og Þorgrímur Þráinsson.
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og Þorgrímur Þráinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið er með Skotlandi, Hvíta-Rússlandi, Slóveníu og Makedóníu í riðli í undankeppni EM en dregið var í morgun.

Ísland var í efsta styrkleikaflokki og var í potti með Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð. Noregi, Englandi, Ítalíu og Spáni.

Undankeppnin hefst þann 14. september og lýkur 20. september 2016.

Efsta liðið úr hverjum riðli ásamt sex liðum með bestan árangur í 2. sæti riðlanna fara beint á lokamótið sem verður í Hollandi. Tvö lið leika svo um eitt laust sæti á lokamótinu í umspili.



Athugasemdir
banner
banner
banner