Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 20. ágúst 2017 23:30
Mist Rúnarsdóttir
Sex stúlkur á 3.flokks aldri byrjuðu í sigurleik Víkings Ó.
Fehima Líf er fyrirliði í yngsta meistaraflokksliði landsins
Fehima Líf er fyrirliði í yngsta meistaraflokksliði landsins
Mynd: Sigurður Arnar Sigurðsson
Víkingur Ólafsvík vann í gær mikilvægan 2-1 sigur á Tindastól í fallbaráttu 1. deildar kvenna. Með sigrinum komst Víkingur Ó. af botni deildarinnar og í 9. sæti og heldur enn í vonina um að halda sér í deildinni.

Það vakti mikla athygli að í byrjunarliði Víkinga Ó. voru hvorki fleiri né færri en sex stúlkur sem enn eru gjaldgengar í 3. flokk og liðið því afar ungt. Auk þeirra voru tvær stúlkur á 2.flokks aldri sem byrjuðu leikinn.

Leikmennirnir ungu eru þær Birta Guðlaugsdóttir, Birgitta Sól Vilbergsdóttir, Fehima Líf Purisevic, Mýra Jóhannesdóttir, Erika Rún Heiðarsdóttir og María Ósk Heimisdóttir. Allar fæddar ýmist árin 2001 eða 2002.

Hin 16 ára Fehima Líf er líklega yngsti fyrirliði meistaraflokks hérlendis en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrra mark Víkinga Ó. í leiknum. Ganverjinn Mary Essiful skoraði síðara markið en í millitíðinni hafði Kolbrún Ósk Hjaltadóttir jafnað fyrir Tindastól.
Athugasemdir
banner
banner