Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 20. október 2014 14:14
Elvar Geir Magnússon
Flottur árangur U17 landsliðsins - Strákarnir komust áfram
Strákarnir sáttir eftir leikinn í dag.
Strákarnir sáttir eftir leikinn í dag.
Mynd: U17
U17 landslið karla mætti Ítalíu í undankeppni EM en þetta var leikur í lokaumferð riðilsins. Ljóst var fyrir leikinn að jafntefli gegn Ítalíu myndi tryggja íslenska liðinu sæti í milliriðlum.

Íslenska liðið náði markmiði sínu með því að gera 1-1 jafntefli en Máni Hilmarsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku, kom Íslandi yfir. Ítalía jafnaði en komst ekki lengra.

Fyrir leikinn var ítalska liðið með öruggt sæti í milliriðlinum en nú er ljóst að íslenska liðið fylgir. Ljóst er þó að tæpara mátti það vart stand, því Moldóvar unnu fjögurra marka sigur á Armenum, þar sem öll fjögur mörkin komu á síðustu fimm mínútum leiksins.

Milliriðlarnir fara fram næsta vor.

Byrjunarlið Íslands:
Andri Þór Grétarsson (m)
Alfons Sampsted
Axel Andrésson
Birkir Valur Jónsson
Dagur Hilmarsson
Erlingur Agnarsson
Ísak Kristjánsson
Júlíus Magnússon, fyrirliði
Kolbeinn Finnsson
Máni Hilmarsson
Viktor Júlíusson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner