Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. október 2014 19:26
Elvar Geir Magnússon
Verðlaunaafhending KSÍ: Ingvar og Harpa best
Ingvar og Harpa með verðlaun sín.
Ingvar og Harpa með verðlaun sín.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Harpa Þor­steins­dótt­ir og Ingvar Jóns­son, bæði úr Stjörn­unni, voru val­in bestu leik­menn Íslands­móts­ins í fótbolta af leik­mönn­um deild­ar­inn­ar en til­kynnt var um valið í höfuðstöðvum KSÍ um kvöldmatarleytið.

Efni­leg­ust voru val­in Guðrún Karítas Sig­urðardótt­ir úr ÍA og Elías Már Ómars­son úr Kefla­vík en þetta var annað árið í röð sem efnilegasti leikmaðurinn kemur úr Keflavík.

Ólafur Þór Guðbjörns­son og Rún­ar Páll Sig­munds­son, báðir úr Stjörn­unni, voru valdir bestu þjálfararnir.

Bríet Bragadóttir var valin besti dómarinn í Pepsi-deild kvenna en Kristinn Jakobsson í karlaflokki. Guðmunda Brynja Óladótt­ir Sel­fossi og Óskar Örn Hauks­son KR fengu háttvísisverðaun.

Þá fengu Harpa og Gary Mart­in KR verðlaun fyrir markaskorun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner