Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. nóvember 2014 17:51
Elvar Geir Magnússon
Daglegt líf í smíðinni tekið við hjá fyrirliða Færeyja
Fróði Benjaminsen.
Fróði Benjaminsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnaður sigur Færeyja gegn Grikklandi í undankeppni EM fór ekki framhjá nokkrum fótboltaáhugamanni. Eftir gríska harmleikinn var Claudio Ranieri, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn.

Leikmenn Grikklands eru allir atvinnumenn í fótbolta og margir hverjir hjá stórum liðum í Evrópu.

Fróði Benjaminsen, fyrirliði Færeyja, er hinsvegar smiður í sínu daglega lífi en færeyska ríkissjónvarpið heimsótti hann í vinnuna í vikunni. Innslagið má sjá hér að neðan.

Þess má til gamans geta að Fróði lék með Fram í efstu deild hér á Íslandi sumarið 2004.

Athugasemdir
banner
banner
banner