Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Blöð með söngvum og menn með gjallarhorn á Old Trafford?
Frá Old Trafford.
Frá Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að skoða ýmsa möguleika til að bæta stemninguna á heimaleikjum á Old Trafford.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur kvartað yfir því að stemningin sé ekki nægilega góð á Old Trafford.

Stuðningsmenn hafa óskað eftir því að blöðum með söngvatextum verði dreift við innganginn á Old Trafford. United ætlar að skoða þessa hugmynd en ólíklegt er þó að hún nái fram að ganga.

Önnur hugmynd sem er í skoðun er að velja nokkra stuðningsmenn í stúkunni sem stjórna söngvum með gjallarhornum.

Þetta er eitthvað sem þekkist í löndum eins og Þýskalandi og Ítalíu en United skoðar einnig að fá menn með hljóðfæri í stúkuna til að keyra upp stemninguna.
Athugasemdir
banner
banner
banner