Egill Helgason var getspakastur af þeim sem spreyttu sig í að tippa á leiki í ensku úrvalsdeildinni á Fótbolta.net á nýliðnu tímabili.
Fimm aðilar fengu sjö rétta á tímabilinu og voru jafnir fyrir lokaumferðina. Aðilarnir fimm tippuðu allir á lokaumferðina en Egill var með rétt úrslit í 8 af 10 leikjum þar og tryggði sér sigurinn.
Fimm aðilar fengu sjö rétta á tímabilinu og voru jafnir fyrir lokaumferðina. Aðilarnir fimm tippuðu allir á lokaumferðina en Egill var með rétt úrslit í 8 af 10 leikjum þar og tryggði sér sigurinn.
Úrslitin í lokaumferðinni:
Egill Helgason 8 réttir
Rikki G 7 réttir
Ívar Guðmundsson 6 réttir
Birkir Már Sævarsson 4 réttir
Hörður Magnússon 4 réttir
,,Þetta kemur svolítið á óvart. Ég fylgist með en ég er ekki mikill sérfræðingur. Ég held að þetta hljóti að vera dálítið mikil heppni. Ég vildi að ég væri svona heppinn þegar ég fer sjálfur að tippa," sagði Egill við Fótbolta.net.
Manchester City varð enskur meistari eftir mikla keppni við Liverpool og Chelsea.
,,Þeir (City) eru sterkasta og þéttasta liðið en ég hefði viljað sjá Liverpool taka þetta."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir