Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 09. maí 2014 10:05
Magnús Már Einarsson
Rikki G spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Rikki G.
Rikki G.
Mynd: Sigurjón Ragnar
Fimm aðilar voru getspakastir þegar kom að því að tippa á leikina í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Birkir Már Sævarsson, Egill Helgason, Hörður Magnússon, Ívar Guðmundsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru allir með 7 rétta í spánni.

Þeir tippa því allir á lokaumferðina til að fá sigurvegara en hér að neðan má sjá spá Rikka G.

Lokaumferðin fer fram klukkan 14:00 á sunnudag.

Cardiff 0 - 2 Chelsea
Móri vill klára tímabilið á sigri. Cardiff mun væntanlega reyna að leggja allt í sölurnar í sínum síðasta leik í efstu deild í bili. Það dugar ekki til og Chelsea fer með nokkuð þægilegan sigur af hólmi.

Fulham 2 - 1 Crystal Palace
Sama hérna með Fulham, eru fallnir og oft þegar það er staðfest þá taka liðin stig í lokaumferðinni. Styttan af Jackson verður sett fyrir utan völlinn aftur og það mun tryggja liðinu þrjú stig í kveðjuleik sínum í úrvalsdeildinni.

Hull 1 - 3 Everton
Það sést langar leiðir að leikmenn Hull eru komnir með hugann við bikarúrslitaleikinn gegn Arsenal. Hafa verið í hlutlausum gír í síðustu leikjum og á því verður engin breyting. Everton klárar þetta 5.sæti með stæl.

Liverpool 5 - 0 Newcastle
Heimamenn splæsa í flugeldasýningu í lokaleiknum og Suarez kórónar gott tímabil sitt með að slá markametið í úrvalsdeildinni (20 liða deild). Ef þessi spá mín rætist ætti Liverpool einnig að slá markamet deildarinnar yfir flest mörk skoruð á einni leiktíð.

Manchester City 2 - 1 West Ham
Sam Allardyce elskar að stressa menn upp og það mun hann gera á Etihad vellinum. West Ham skorar fyrsta markið og þannig verður staðan í hálfleik. City nær hinsvegar að skora 2 í síðari hálfleik og landa titlinum að lokum.

Norwich 0 - 3 Arsenal
Kanarí fuglarnir game over í deildinni og að mínu mati áttu þeir mest skilið að falla af öllum liðum. Maður óskar samt engu liði slíkum örlögum. Voru einfaldlega mjög lélegir allt tímabilið, náðu sér í arfaslaka menn fyrir tímabilið, ráku Hughton og réðu algörlega reynslulausan mann til að reyna að bjarga málunum. Tek ofan fyrir honum að hafa reynt við þetta verkefni.

Southampton 1 - 1 Man Utd
Bæði lið skilja sátt með eitt stig hvort. Kæmi ekki á óvart að Giggs myndi gefa fleiri ungum strákum tækifæri til þess að sanna sig.

Sunderland 2 - 1 Swansea
Garry Monk frændi minn kominn með þriggja ára samning en spennufall eftir undirskrift verður til þess að hann nær ekki að mótivera strákana sína gegn eldheitu Sunderland.

Tottenham 3 - 0 Aston Villa
Ef Adebayor og Paulinho verða ekki í varnarvegg þá mun Tottenham halda hreinu. Gylfi lokar leiktíðinni með marki.

WBA 0 - 0 Stoke
Verður ákaflega tíðindalítill leikur þar sem bæði lið fagna stiginu langt fram á nótt.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Egill Helgason - 7 réttir
Hörður Magnússon - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Rúnar Kristinsson - 6 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Henry Birgir Gunnarsson - 5 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Þráinn Árni Baldvinsson - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Venni Páer - 4 réttir
Björn Daníel Sverrisson- 3 réttir
Bjarni Guðjónsson -3 réttir
Magnús Gylfason- 3 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner