Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 09. maí 2014 15:05
Magnús Már Einarsson
Birkir Már Sævarsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm aðilar voru getspakastir þegar kom að því að tippa á leikina í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Birkir Már Sævarsson, Egill Helgason, Hörður Magnússon, Ívar Guðmundsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru allir með 7 rétta í spánni.

Þeir tippa því allir á lokaumferðina til að fá sigurvegara en hér að neðan má sjá spá Birkis.

Lokaumferðin fer fram klukkan 14:00 á sunnudag.

Spá Rikka G

Cardiff 0 - 3 Chelsea
Cardiff menn vilja enda slæmt tímabil með góðum leik fyrir framan sitt fólk en Chelsea vilja ólmir ná í annað sætið og munu sækja stíft. Cardiff nær að halda markalausu eitthvað fram í seinni hálfleik en þá nær Chelsea að brjóta ísinn og keyrir yfir Cardiff síðustu mínúturnar. Terry brýtur ísinn með marki eftir hornspyrnu og Hazard tvö.

Fulham 0 - 2 Crystal Palace
Crystal Palace eru í banastuði og verða ekki í vandræðum með fallna Fulham menn. Riise skorar sjálfsmark og Chamakh skorar hitt.

Hull 0 - 2 Everton
Spennufallið hjá leikmönnum Hull eftir að hafa bjargað sér frá falli verður til þess að þeir slaka fullmikið á og Everton menn verða ekki í miklum vandræðum með að vinna. Barkley og Baines skora í sitthvorum hálfleiknum.

Liverpool 4 - 1 Newcastle
Liverpool eru enn í sárum eftir leikinn við Crystal Palace en þeir ná þó að rífa sig upp og slátra slöku liði Newcastle. Það dugar þó ekki til því að City vinnur deildina á markatölu. Suarez skorar tvö, Johnson eitt og Gerrard skorar úr víti. Remy skorar fyrir Newcastle.

Manchester City 1 - 1 West Ham
City verður svona 80% með boltann allan leikinn en ná ekki að skapa sér nógu mörg færi. Yaya Toure nær þó að skora og þá halda City menn að titillinn sé í höfn en Carroll jafnar eftir aukaspyrnu utan af kanti og hleypir gríðarlegri spennu í leikinn. Fleiri mörk verða samt ekki skoruð og City vinnur, eins og áður var nefnt, á markatölu.

Norwich 0 - 3 Arsenal
Fallnir Norwich eiga ekki séns í Arsenal sem valsa yfir þá frá upphafsspyrnu til lokaflauts og sigurinn verður of lítill miðað við færi. Giroud með tvö og Ramsey eitt.

Southampton 2 - 1 Man UtdUnited heldur áfram að valda vonbrigðum og tapa fyrir stórskemmtilegu Southampton liði í mjög jöfnum og skemmtilegum leik. Lallana setur tvö fyrir Southampton og Valencia skorar fyrir United.

Sunderland 3 - 1 Swansea
Sunderland eru á þvílíkri siglingu þessa dagana og munu ekki eiga í neinum vandræðum með Swansea. Wickham skorar tvö og Wes Brown stangar eitt inn eftir horn fyrir Sunderland. Shelvey skorar fyrir Swansea.

Tottenham 4 - 4 Aston Villa
Það verður boðið upp á stórkostlegan leik á White Hart Lane þar sem bæði liði spila dúndrandi sóknarbolta en sleppa því alfarið að hugsa um varnarleikinn. Það skilar sér í mörgum mörkum og enn fleiri dauðafærum. Benteke og Agbonlahor skora báðir tvö fyrir Villa á meðan Adebayor, Gylfi, Townsend og Lennon skora fyrir Tottenham.

WBA 0 - 0 Stoke
Þetta verður eins og allir búast við drepleiðinlegur leikur sem enginn nennir að pæla í. Ekkert gerist og leikurinn endar markalaus.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Egill Helgason - 7 réttir
Hörður Magnússon - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Rúnar Kristinsson - 6 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Henry Birgir Gunnarsson - 5 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Þráinn Árni Baldvinsson - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Venni Páer - 4 réttir
Björn Daníel Sverrisson- 3 réttir
Bjarni Guðjónsson -3 réttir
Magnús Gylfason- 3 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner