Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júní 2017 12:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í Inkasso: Kannski asnalegt að segja það
Leikmaður 7. umferðar - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Hólmar Örn er leikmaður umferðarinnar.
Hólmar Örn er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar á mörg tímabil að baki með Keflavík.
Hólmar á mörg tímabil að baki með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynsluboltinn Hólmar Örn Rúnarsson, 35 ára, er leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni en hann skoraði og átti góðan leik á miðju Keflavíkur í 3-1 útisigri á ÍR síðasta föstudag.

Skoðaðu úrvalslið 7. umferðar

„Það var mikilvægt að ná að tengja tvo sigra í röð. Ég ætla að vona að við getum haldið áfram á þessari braut og hirt þrjá punkta af Þór líka á laugardaginn. Það væri sterkt fyrir okkur svo við missum ekki Þrótt og Fylki of langt á eftir okkur. Svo er Selfoss að sjálfsögðu með hörkulið líka," segir Hólmar.

Markið hans gegn ÍR var fallegt skot af löngu færi sem söng í netinu.

„Þetta var af dýrari gerðinni, allavega af minni hálfu. Ég skora ekki mikið af mörkum og hvað þá af svona færi. Þó ég segi sjálfur frá var þetta nokkuð gott mark."

„Við ætlum okkur að vera í möguleika á að komast upp í síðustu umferðunum. Mér finnst við vera að spila okkur saman. Juraj Grizelj kom seint inn í þetta, Sibbi (Sigurbergur Elísson) er að koma inn í þetta núna, Einar Orri (Einarsson) fer vonandi að komast á lappir og ég sjálfur kom seint inn í þetta. Við erum enn að spila okkur saman. Þó það sé kannski asnalegt að segja það, en það er þannig. Það er framför í okkar leik," segir Hólmar.

„Það eru hörkulið sem eru í fjórum efstu sætunum. Svo þurftum við að hafa okkur alla við að klára þrjú stig gegn ÍR. Næsti leikur er gegn Þórsurum. Maður hefur oft spilað gegn Þór í gegnum tíðina og maður þarf að gíra sig vel inn í leiki. Maður þarf að búa sig undir átök. Ef við jöfnum það eigum við góða möguleika á sigri."

Keflavík er í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir Fylki og Þrótti sem eru á toppnum. Stöðuna má sjá í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner