Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júní 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Lewandowski í fýlu - Chelsea hefur áhuga
Lewandowski skorar og skorar.
Lewandowski skorar og skorar.
Mynd: Getty Images
Chelsea ætlar að reyna að fá pólska markahrókinn Robert Lewandowski hjá Bayern München. Hann skoraði 43 mörk fyrir Þýskalandsmeistarana á liðnu tímabili, þar af 30 í þýsku deildinni.

Sagt er að Lewandowski, sem er 28 ára, sé fúll út í lið sitt og liðsfélaga. Fyrir lokaumferðina átti hann möguleika á markakóngstitlinum en ekkert var spilað upp á að láta hann skora.

„Robert sagði mér að hann hefði ekki fengið neinn stuðning og þjálfarinn hafi ekki kallað eftir því að hann fengi hjálp til að krækja í gullskóinn," segir Maik Barthel, umboðsmaður Lewandowski.

„Ég hef aldrei séð hann svona vonsvikinn."

Lewandowski er fæddur markaskorari og gæti verið frábær kostur til að fylla í skarð Diego Costa. Chelsea hefur einnig verið að reyna að fá Romelu Lukaku frá Everton en verðmiðinn á honum er afar hár.

Aðrir sóknarmenn sem hafa verið orðaðir við Chelsea eru þeir Alvaro Morata og Andrea Belotti meðal annarra.
Athugasemdir
banner
banner
banner