Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júní 2017 17:19
Elvar Geir Magnússon
Patrick Pedersen í Val (Staðfest)
Patrick Pedersen með gullskóinn 2015.
Patrick Pedersen með gullskóinn 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Valur og Viking í Noregi hafa komist að samkomulagi um félagaskipti danska sóknarmannsins Patrick Pedersen en þetta kemur fram á vef Valsmanna.

Pedersen skrifar undir samning við Val sem gildir út árið 2020.

Patrick Pedersen hefur leikið 47 leiki með Val á árunum 2013-15 og skorað í þeim 28 mörk.

Tímabilið 2015 lék Patrick 25 leiki í deild og bikar og skoraði 17 mörk, þar af 13 í efstu deild og varð markakóngur það tímabil.

Á sínu fyrsta tímabili með Viking FK skoraði hann 10 mörk í 31 leik. Hann hefur þurft að verma varamannabekkinn mikið hjá Viking á þessu tímabili.

„Ég hlakka bara til að spila fótbolta á ný. Ég hef fylgst með Val síðan ég yfirgaf félagið og það er frábært að sjá hvað það er að gera vel í deildinni á þessu tímabili. Ég vona að ég geti hjálpað liðinu og afrekað hluti," segir Patrick við heimasíðu Vals.

Valsmenn hafa verið hrikalega öflugir á þessu tímabili og tróna á toppi Pepsi-deildarinnar. Ef Pedersen verður svipað öflugur og hann var þegar hann spilaði síðast hér á landi er erfitt að sjá Valsliðið stöðvað í leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum.

Pedersen verður ekki löglegur með Val strax. Hann getur ekki spilað næstu tvo deildarleiki en verður klár eftir að félagaskiptaglugginn opnar, í leik gegn Víkingi Reykjavík í 11. umferð sunnudaginn 16. júlí.
Athugasemdir
banner
banner