Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. júlí 2015 20:44
Magnús Már Einarsson
Rosenborg með tilboð í Matthías
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Heimasíða Start
Rosenborg hefur lagt fram tilboð í Matthías Vilhjálmsson leikmann Start en norskir fjölmiðlar greina frá þessu í kvöld.

Á dögunum samþykkti Start tilboð frá rússneska félaginu UFA í Matthías en það hljóðaði upp á 3,5 milljónir norskar krónur (58 milljónir íslenskar). Matthías ákvað hins vegar sjálfur að hafna tilboðinu frá Rússlandi.

Tilboð Rosenborg ku vera lægra og því er talið að Start muni hafna því. Líklegt þykir að Start vilji fá meira en 3,5 milljónir norskar krónur ef félagið ætlar að selja Matthías til Rosengborg.

Matthías hefur skorað sjö mörk í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur verið lykilmaður hjá Start síðan hann kom til félagsins frá FH árið 2012.

Rosenborg mætir KR í Evrópudeildinni í Noregi á fimmtudag en Hólmar Örn Eyjólfsson er á mála hjá félaginu,
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner