Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. október 2014 17:51
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Man City klúðraði hlutunum í Moskvu
Seydou Doumbia kom inn af krafti.
Seydou Doumbia kom inn af krafti.
Mynd: Getty Images
CSKA 2 - 2 Manchester City
0-1 Sergio Aguero ('29 )
0-2 James Milner ('38 )
1-2 Seydou Doumbia ('64 )
2-2 Bebras Natcho ('86 , víti)

Vandræði Manchester City í Meistaradeildinni halda áfram en liðið tapaði í dag niður tveggja marka forystu gegn CSKA í Moskvu.

City er því án sigurs eftir þrjá leiki, er með tvö stig en CSKA er með eitt. Roma sem á leik inni gegn Bayern München í kvöld hefur fjögur stig en Bæjarar hafa unnið báða leiki sína í riðlinum.

Sergio Aguero kom Manchester City yfir eftir 29 mínútna leik en Edin Dzeko renndi þá boltanum á hann. James Milner bætti svo öðru marki við fyrir hálfleik.

Á 64. mínútu hleypti varamaðurinn Seydou Doumbia spennu í leikinn með því að skora. Hann krækti í vítaspyrnu þegar hann féll í teignum eftir viðskipti við Aleksandar Kolarov. Afar strangur dómur, líklega rangur.

Bebras Natcho fór á punktinn og skoraði með góðri spyrnu, Joe Hart fór í rétt horn en kom engum vörnum við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner