Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. mars 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Courtois vill ekki fara frá Chelsea
Mynd: Getty Images
Thibaut Courtois, belgíski markvörður Chelsea, segist ekki hafa neinn áhuga á að yfirgefa enska félagið í sumar.

Courtois er talinn vera einn af bestu markvörðum í heimi og hefur hann verið orðaður við Real Madrid undanfarin ár.

„Ég sé sjálfan mig ekki fyrir mér hjá Real Madrid, ég sé sjálfan mig sem leikmann Chelsea. Chelsea er félagið sem, fyrir sex árum, sá mig spila í Belgíu og ákvað að gefa mér tækifærið," sagði Courtois við Cadena Ser.

„Chelsea leyfði mér að vera hjá Atletico í þrjú ár. Það hjálpaði mér gríðarlega mikið og gerði mig að þeim markverði sem ég er í dag.

„Í dag líður mér eins og ég sé lykilmaður hjá Chelsea, ég er hamingjusamur hér og vil ekki fara neitt annað."

Athugasemdir
banner
banner