Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. maí 2017 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Fjölnir vann í Kaplakrika
Grindavík með útisigur á Skaganum
Fjölnir tók stigin þrjú gegn Íslandsmeisturunum.
Fjölnir tók stigin þrjú gegn Íslandsmeisturunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar gerði þrennu fyrir Grindavík.
Andri Rúnar gerði þrennu fyrir Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Óvæntustu úrslit Pepsi-deildarinnar hingað til áttu sér stað í Kaplakrika í kvöld. Íslandsmeistarar FH þurftu að játa sig sigraða gegn sprækum Fjölnismönnum.

Leikmenn Fjölnis spiluðu virkilega flottan fyrri hálfleik gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Þeir uppskáru þegar lítið var eftir honum þegar Ivica Dzolan skallaði fyrirgjöf í netið.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fjölni, en FH jafnaði metin um miðbik seinni hálfleiks. Þá skoraði varamaðurinn Emil Pálsson eftir góðan undirbúning frá Atla Guðnasyni.

Þarna héldu margir að FH myndi fara og vinna leikinn, en annað kom á daginn. Fjölnir skoraði sigurmark á 82. mínútu og var þar að verki Þórir Guðjónsson. Lokatölur 2-1 fyrir Fjölni í Kaplakrika.

Sigur Fjölnis staðreynd og það eru úrslit sem koma mörgum í opna skjöldu. Fjölnir er núna með sjö stig í fimmta sæti deildarinnar, en FH er með fimm í áttunda sætinu.

Upp á Skipaskaga var Andri Rúnar Bjarnason í miklu stuði. Hann gerði þrennu þegar nýliðar Grindavíkur unnu Skagamenn.

Andri Rúnar skoraði fyrsta markið á 14. mínútu, en ÍA náði að jafna þegar Steinar Þorsteinsson skoraði 14 mínútum síðar.

Heimamenn fengu tækifæri til að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en Garðar Gunnlaugsson klúðraði vítaspyrnu.

Það var síðasta spyrna fyrri hálfleiksins, en þetta nýttu Grindvíkingar sér. Andri Rúnar skoraði annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks og þegar stutt var til leiksloka fullkomnaði hann þrennuna.

Garðar Gunnlaugs minnkaði muninn fyrir Skagamenn undir lokin, en það var ekki nóg og 3-2 sigur Grindvíkinga staðreynd.

Grindavík er í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig, en ÍA er eina liðið sem hefur tapað öllum sínum leikjum. Þeir eru á botninum.

FH 1 - 2 Fjölnir
0-1 Ivica Dzolan ('44)
1-1 Emil Pálsson ('66)
1-2 Þórir Guðjónsson ('82)
Lestu nánar um leikinn

ÍA 2 - 3 Grindavík
0-1 Andri Rúnar Bjarnason ('14)
1-1 Steinar Þorsteinsson ('28)
1-1 Garðar Gunnlaugsson ('46, misnotað víti)
1-2 Andri Rúnar Bjarnason ('47)
1-3 Andri Rúnar Bjarnason ('88)
2-3 Garðar Gunnlaugsson ('92)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner